Dagur íslenskrar tungu í Auðarskóla

admin Fréttir

Á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, hefur skapast sú hefð að nemendur 7.bekkjar grunnskóladeildar koma í heimsókn í leikskólann og lesa fyrir börnin. Í þetta sinn var 7.bekkingum skipt upp og tóku þeir að sér að lesa upp úr velvöldum sögum fyrir hvern aldurshóp, einn til tveir f. hvern hóp, alls 6 hópar. Nemendur komu vel æfðir til leiks og smelltu …

Myndir af tónfundum

admin Fréttir

Nú eru myndir frá tónfundunum á þriðjudag og miðvikudag komnar inn á myndasvæði skólans.   Einnig er þar nú að finna myndbandsupptöku af seinni fundinum, sem haldinn var inni í skólanum.   Tónfundirnir heppnuðust vel og komu allmargir foreldrar í heimsókn þessa daga.

Aðalfundur foreldrafélags Auðarskóla

admin Fréttir

Aðalfundur foreldrafélags Auðarskóla verður haldinn í grunnsskólanum kl. 20.00 mánudaginn 9.september næstkomandi.Dagskrá:1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 2. Fráfarandi stjórn gerir grein fyrir starfi síðasta starfsárs og fjárhagslegri stöðu félagsins. 3. Fulltrúar í skólaráði gera grein fyrir starfi síðasta starfsárs. 4. Lagabreytingar, ef ástæða þykir til. 5. Kosningar. Stjórnarkjör, kosning fulltrúa í fræðslunefnd og kosning tveggja fulltrúa í skólaráð. 6. Önnur …

Skólaráð Auðarskóla

admin Fréttir

Eyjólfur Sturlaugsson skólastjóriIngibjörg Jóhannsdóttir fulltrúi foreldraIngibjörg Anna Björnsdóttir fulltrúi foreldraÞórunn Björk Einarsdóttir  fulltrúi foreldraElínborg Eggertsdóttir fulltrúi annars starfsfólksLinda Traustadóttir fulltrúi kennara grunnskólaGuðrún Kristinsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskólaHlöðver S. Oddsson fulltrúi nemendaStefán R. Kristjánsson  fulltrúi nemenda

Skólasetning í grunnskóla

admin Fréttir

Grunnskóladeild Auðarskóla verður sett kl. 10.00 þann 22. ágúst  í neðra rými skólans.  Nemendur mæta þá með  foreldrum, fá afhentar stundatöflur og fl. Skólaakstur og kennsla samkvæmt stundatöflu hefst svo 23. ágúst.

Unglingadansleikur í Dalabúð

admin Fréttir

Hinn árlegi unglingadansleikur samstarfsskólanna á Vesturlandi verður haldinn þann 17. april í Dalabúð.   Dansleikurinn byrjar kl. 07.30 og stendur til 10.30.  Hljómsveitin Dísel heldur uppi fjörinu.   Aðgangseyrir er kr. 1500.  Sjoppa á staðnum. Nemendur í Auðarskóla þurfa að koma með aðgangseyri í skólann um morguninn og greiða umsjónarmanni félagslífs (Aldísi).

Heimsókn eldriborgara í leikskólann

admin Fréttir

Í dag var eldriborgurum  boðið í kaffi í leikskólann.  Það var mjög ánægjulegt að sjá hve margir  sáu sér fært að heimsækja  leikskólann. Það er alltaf gaman að fá góða gesti, sem gefa sér tíma til að staldra við, fá sér kaffidreitil og spjalla. Innilegar þakkir fyrir innlitið

Árshátíð grunnskóladeildar í Búðardal

admin Fréttir

Þann 31. mars næstkomandi verður haldin árshátíð nemenda Auðarskóla í Búðardal.  Árshátíðin verður í Dalabúð og hefst kl. 18.00.   Þennan sama dag verður heimakstri nemenda flýtt um klukkustund og fara skólabílar frá Búðardal kl. 14.00.  Yngri nemendur (1. – 4. bekkur) hefja dagskrána og nauðsynlegt að þeir séu mættir aftur kl. 17.30 í Dalabúð til undirbúnings. Kaffiveitingar eru að lokinni …