Krabba-heimsókn í leikskólann

admin Fréttir

Sjómaður einn kom færandi hendi til okkar í leikskólann í morgun með krabba tvo. Vöktu þeir mikinn fögnuð, sérstaklega meðan krabbarnir dönsuðu tangó á stéttinni. Það tók suma lengri tíma en aðra að þora að kíkja á þá á stuttu færi en hafðist þó. Takk fyrir skemmtilega sendingu!

Skipulagsdagur í Auðarskóla

admin Fréttir

Mánudaginn 7. október er skipulagsdagur í Auðarskóla.  Engin kennsla er þennan dag og leikskólinn lokaður.  Starfsemi skólans hefst aftur samkvæmt áætlunum þriðjudaginn 8. október.

Foreldrafundir – námskynningar 

admin Fréttir

Framundan eru foreldrafundir/námsgagnakynningar í skólanum.  Þær verða sem hér segir:    Yngsta stig    miðvikudaginn 4. september     kl. 14.00    Miðstig         þriðjudaginn   10.september      kl. 10.10    Efsta stig     miðvikudaginn  11.september      kl. 17.00     Leikskólinn   þriðjudaginn 10. september     kl. 17.45 Skólastjóri

Innkauplistar

admin Fréttir

Innkaupalistar eru nú aðgengilegir hér á vefsvæði skólans.  Um er að ræða tilmæli skólans um æskileg námsgögn í skólann.           (Villa löguð kl.21.00 – 15.08.12) Innkaupalisti 1 bekkur File Size: 13 kb File Type: doc Download File Innkaukalisti 2 – 4 bekkur File Size: 35 kb File Type: doc Download File Innkaupalisti 5 – 7 bekkur …

Skólaslit Auðarskóla

admin Fréttir

Skólaslit Auðarskóla verða þriðjudaginn 4. júní kl. 17.00 í Dalabúð. Athöfnin tekur tæpa klukkustund.  Allir nemendur og foreldrar eru velkomnir

Heimsókn í hesthúsin

admin Fréttir

Í lok maí bauð hestamannafélagið Glaður elstu börnunum í leikskólanum á hestbak.   Farið var upp í hesthúsahverfið í Búðardal.   Þetta var virkilega skemmtileg ferð þar sem allir skemmtu sér konunglega. Leikskólinn þakkar kærlega fyrir sig.

Skólaþing Auðarskóla

admin Fréttir

Skólaþing Auðarskóla verður laugardaginn 24. mars 2012 í Dalabúð kl. 10:00 Tilgangur þingsins er að auka samræðu í samfélaginu um skólamál, efla skólastarf og afla upplýsinga sem nýtast í starfi skólans og stefnumótun sveitarfélagsins. Foreldrar sérstaklega hvattir til að mæta. Þingið er öllum opið sem áhuga hafa á skólamálum í sveitarfélaginu.Vikuna fyrir þingið munu nemendur í eldri bekkjardeildum skólans þinga og verða niðurstöður þeirra …

Verndarar barna

admin Fréttir

Þann 02. janúar sátu allir starfsmenn leik- og grunnskóla  námskeið á vegum samtakana Blátt áfram um kynferðislega misnotkun barna.  Námskeiðið heitir Verndarar barna.Megninmarkmið fræðslunnar er að styrkja starfsmannahópinn til þess að þekkja og greina kynferðislega misnotkun og að vernda börn gegn slíkri vá.Auðarskóli mun í kjölfar skólans setja sér skýrari reglur er varðar samskipti, fræðslu og viðbrögð er varða málefnið.