UNICEF söfnunin samkvæmt markmiðum

admin

Nemendafélag Auðarskóla ákvað í haust að safna fé handa Unicef.  Markmiðið var að safna 100.000 kr.  Söfnunin hófst formlega 18. nóvember og lauk þann 5. desember á kaffihúsakvöldi nemenda. Eftirfarandi vörður voru settar í söfnuninni til að gera hana skemmtilegri: Við  20.000 markið. Sindri Geir og Einar Björn fara með hár sitt í aflitun. Við  50.000 markið . Hlynur Snær …

Jóladagskráin

admin

Á síðustu dögum fyrir jól er jólahátíðar minnst í stóru og smáu í Auðarskóla.  Næstu daga eru helstu atburðir skólans sem tengjast jólum. Í dag 17. desember eru litlu jólin í leikskólanum .  Að þessu sinni eru þau haldin í nýjum salarkynnum leikskólans kl. 15.30. Á morgun, þann 18. desember eru jólatónleikar tónlistarskólans .  Verða þeir haldnir í Dalabúð kl. …

Forritun í Auðarskóla

admin

Í Auðarskóla er kennd forritun í unglingdeild og er um nýung að ræða, sem farið hefur vel af stað. Á fimmtudaginn var tóku nemendur þátt í átakinu Hour of Code.  Hér er um alþjóðlegt verkefni að ræða þar sem þátttakendur eru komnir yfir 10 milljónir á heimsvísu. Nemendur leystu 20 æfingar undir handleiðslu Mark Zuckerberg, Bill Gates og fleiri stórmenna …

Kaffihúsakvöldið

admin

Fimmtudaginn 5. des. verður Kaffihúsakvöld Auðarskóla. Húsið opnar kl. 19:00 en skemmtunin byrjar kl. 19:30 í Dalabúð. Boðið verður upp  á kakó og smákökur. Það verða skemmtiatriði sem eru samin og flutt af krökkum í 6.-10. bekk skólans. Einnig verður happdrætti með glæsilegum vinningum. Það kostar 600 kr. inn og einn happdrættismiði fylgir. Frítt er fyrir nemendur skólans og krakka …

Samræmdu könnunarprófin

admin

Niðurstöður samræmdra könnunarprófa í Auðarskóla fyrir haustið 2013 eru eftirfarandi: 4. bekkur Meðaleinkunn Meðalröðun Íslenska                        6,1                               55 Stærðfræði                  6,9                               66 7. bekkur Íslenska                        7,0                                58 Stærðfræði                  6,4                                43 10. bekkur Íslenska                        5,8                               50 Enska                           6,7                               42 Stærðfræði                   B                                 60 Meðalröðun á landsvísu …

Piparkökubakstur

admin

Fimmtudaginn 28. nóvember n.k. kl. 18:00 stendur foreldrafélag Auðarskóla fyrir piparkökubakstri í Dalabúð. Nemendur og foreldrar leik- og grunnskólans koma saman; skera út deig, baka og skreyta piparkökur. Öllum verður séð fyrir deigi, en vinsamlegast komið með kökukefli, útskurðarmót og glassúr .

Nemendafélagið safnar fyrir UNICEF

admin

Tveir drengir í unglingadeild Auðarskóla fengu þá hugmynd fyrir nokkrum vikum að safna fyrir UNICEF. Nemendafélagið hefur verið að skipuleggja söfnunina undanfarið.  Þar sem  mikið keppnisskap er í unglingahópnum og hann alveg til í að gera eitthvað flippað var ákveðið að nota tækifærið til slíks í leiðinni. Dalamenn og fleiri hafa verið mjög duglegir að styrkja félagsstarf nemenda þegar þeir …

Dagur íslenskrar tungu

admin

Sú hefð hefur skapast í Auðarskóla að haldið er upp á dag íslenskrar tungu með því að nemendur í 7. bekk fara yfir í leikskólann og lesa þar upp fyrir börnin. Þar sem dag íslenskrar tungu bar nú upp á helgi var það ekki fyrr en í morgun sem nemendur fóru og lásu fyrir leikskólabörnin.  Eins og sjá má á …

Umferðafræðsla fyrir  yngstu börnin

admin

Nemendur á yngsta stigi og elstu nemendur í leikskólanum skemmtu sér vel þegar þeir horfðu á leikritið um Ellu umferðartröll sem sýnt var í leikskólasalnum í dag. Leikritið fjallaði um tröllastelpu sem þurfti að bregða sér til byggða og hittir Benna. Þau lentu í ýmsum ævintýrum í umferðinni og þá kom í ljós hvað mikilvægt er að kunna umferðarreglurnar. Börn og …

Góð heimsókn

admin

Í dag urðum við þess heiðurs aðnjótandi að fá heimsókn frá Heiðaskóla í Hvalfjarðarsveit.  Það voru 25 starfsmenn grunnskóla-deildar, sem mættu á svæið. Gestirnir skoðuðu skólann, fræddust um skólastarfið og spjölluðu við nemendur og starfsmenn. Skólarnir tveir eru um margt líkir.  Þeir eru báðir samreknir og eru staðsettir í sveitarfélögum sem hafa svipaðan íbúarfjölda.  Þeir geta því örugglega notfært sér …