Jólaföndursdagurinn var í grunnskóldeild Auðarskóla þann 10. desember. Nemendur unnu þá í jólastemmingu að því að útbúa fallega muni til jólahalds.Myndir frá deginum eru nú komnar inn á myndasvæði skólans. Slóð á myndasýningu hér.
Skóladagatöl 2012-2013
Skóladagatöl grunnskóla og leikskóla fyrir næsta skólaár eru nú komin á vefsvæði skólans. Sjá hér.
Gleðilegt sumararfrí
Í dag var síðasti dagurinn í leikskóla Auðarskóla á þessu skólaári. Framundan er sumarfrí til 2. ágúst næstkomandi. Við kveðjum því í bili með myndasyrpu frá vordögum leikskólans. Slóðin er hér. Gleðilegt sumarfrí Starfsfólk leikskólans
Gjafir handa leikskólanum
Nú á dögunum birtustu fulltrúar frá kvenfélaginu Þorgerði með gjafir handa leikskólanum. Félagið gaf tvær brauðristar, eina á hvora deild. Leikskólinn þakkar kvenfélaginu fyrir gjafirnar og sýndan hlýhug í garð starfsins. Á myndinni eru þær Jóhanna Jóhannsdóttir, Fríða Mjöll Finnsdóttir og Ingibjörg Eyþórsdóttir kvenfélagskonur með gjafirnar góðu