Stækkun leikskólans

admin Fréttir

Nú á allra næstu dögum hefjast framkvæmdir við stækkun leikskólans.  Á meðan á framkvæmdum stendur breytist aðgengi að leikskólanum.  Verktaki mun girða byggingarsvæði  alveg af og við það lokast sú leið sem börnin hafa farið á leiksvæði sitt utandyra.   Eftir að framkvæmdir hefjast  munu börnin ganga um sama andyri og áður en  er ætlað  að fara norður fyrir húsið  en …

Gleðileg jól

admin Fréttir

„Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð,  sem veitast mun öllum lýðnum:  Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn.“ Fyrir hönd Auðarskóla óska ég nemendum, aðstandendum og öðrum velunnurum skólans gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með þökkum fyrir mikinn hlýhug og farsæla samvinnu á árinu sem er að líða. Eyjólfur Sturlaugsson

Barnakórinn

admin Fréttir

Eins og undanfarin ár hefur kórinn verið að æfa í vetur. Nú er komið að fyrstu tónleikunum. Þeir verða á aðventuskemmtun á Fellsenda þann 27. nóv n.k. Skemmtunin hefst klukkan 14:00. Vona ég að sem flestir sjái sér fært að koma. Lögin sem við erum að æfa eru: Jólasveinar einn og áttaJólasveinar ganga um gólfAdam átti syni sjöÍ skóginum stóð …

Heimasíðan komin í lag

admin Fréttir

Nú í nótt komst heimasíðan aftur í loftið.  Tilkynningar og fréttir fara að birtast á síðunni á nýjan leik.

Útskrift úr leikskólanum

admin Fréttir

Elsti árgangur leikskólans við útskriftina Á þeim ágæta góðviðrisdegi; miðvikudaginn 30. maí, útskrifuðust níu  börn úr Leikskóla Auðarskóla.  Mömmur og pabbar, afar og ömmur komu í heimsókn og voru með börnunum á þessari stóru stund.   Útskriftin fór að þessu sinni fram utandyra.  Börnin sungu fyrir gesti og fengu góða gjafir frá leikskólanum. Svo var boðið upp á kaffi og …

Skóladagatöl fyrir skólaárið 2011 – 2012

admin Fréttir

Nú eru skóladagatölin fyrir næsta skólaár komin á heimasíðu skólans.  Um er að ræða sameiginlegt dagatal fyrir tónlistar- og grunnskóladeild og svo dagatal fyrir leikskóladeild.   Þið finnið dagatölin undir AUÐARSKÓLI > Um skólann.  Einnig hér. Það er um að gera að prenta dagatölin út og hengja á ísskápinn í eldhúsinu.

Hannað með legókubbum

admin Fréttir

Í dag fékk Auðarskóli  Jóhann Breiðfjörð í heimsókn í nýsköpunartíma hjá 9. og 10. bekk í Búðardal.  Jóhann kom með nokkur trog full af legókubbum af öllum gerðum.  Hann kynnti fyrir nemendum ýmsa möguleika og hafði meðferðis teikningar og leiðbeiningar.Það var ekki að sökum að spyrja að nemendur jafnt sem fullorðnir gleymdu sér alveg í 80 mínútur við hönnun og …