Frjálsíþróttamót 

admin Fréttir

Þriðjudaginn 11. september fer fram frjálsíþróttamót samstarfsskólanna á Vesturlandi.  Nemendur í 3. – 10. bekk geta keppt.   Skráningarblöð hafa verið send í töskupósti heim með nemendum, þar sem foreldrar þurfa að staðfesta þátttöku.   Blöðunum skal skila í síðasta lagi í skólann föstudaginn 7. sept.

Áhrif verkfalls leikskólakennara á leikskóla Auðarskóla

admin Fréttir

Félag leikskólakennara hefur boðað til verkfalls mánudaginn 22. ágúst næstkomandi, hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Ef af boðuðu verkfalli verður, lokar Álfadeild leikskóla Auðarskóla frá og með þeim tíma. Bangsadeild og önnur starfssemi leikskólans verður með óbreyttum hætti. Vel verður fylgst með framvindu verkfallsins og hugsanlegum ágreiningsmálum með veitta þjónustu leikskólans í huga.  Eyjólfur Sturlaugsson skólastjóri

Valgreinaseðillinn fer heim í dag

admin Fréttir

Valgreinaseðill fyrir verðandi nemendur í 9. bekk og 10. bekk fer heim í dag með nemendum.   Seðillinn og fyrirkomulag námsvals hefur verið kynntu nemendum.  Mikilvægt er að nemendur og foreldrar ræði saman um valið.   Seðlinum skal skila aftur undirrituðum af foreldri í síðasta lagi mánudaginn 23. maí.    Hér að neðan má nálgast valgreinaseðilinn. valgreinar.docx File Size: 18 …

Bókasafnsdagurinn

admin Fréttir

Fimmtudagurinn 14. april síðastliðinn var bókasafnsdagurinn.  Í því tilefni bauð Hugrún forstöðumaður Héraðsbókasafnsins leikskólanum í heimsókn.   Guðrún Kristinsdóttir las söguna af Gípu, sem börning sýndu mikin áhuga.  Hugrún sýndi börnunum svo herbergi sem var fullt af mjög gömlum bókum.  Að lokum fengu allir að skoða bækur og kex að borða.

Ytra mat í Auðarskóla

admin Fréttir

Í dag koma matsaðilar Auðarskóla í ytra mati skólans í heimsókn.  Matsaðilarnir eru þau Óskar Sandholt og Bryndís Böðvarsdóttir.  Þau munu dvelja í Búðardal út vikuna og vinna að matinu.  M.a. munu þau sitja kennslustundir, heyra hljóðið í nemendum, starfsmönnum og foreldrum. Ytra mat í grunnskólum er lagaskylda og þurfa allir skólar að 

Nýtt þema í leikskólanum

admin Fréttir

Nú eru börnin á Álfadeild komin í gang með verkefni um hunda. Þau byrjuðu á að gera vefinn, þar sem skráð er það sem þau vita um hunda og hangir vefurinn fram á gangi. Síðan eru allir búnir að teikna myndir af hundum. Hugrún á bókasafninu lánaði  bækur um hunda og Jósy hefur líka lánað  bækur og blöð, hún ætlar …

Starfsáætlun Auðarskóla í prentvænni útgáfu

admin Fréttir

Nú hefur mest af því efni sem finnst hér á vefsvæði Auðarskóla verið uppfært,  sett niður í kafla og gert að prentvænu efni.   Um er að ræða starfsáætlun Auðarskóla fyrir 2011 – 2012.Skjalið hentar þeim sem vilja frekar lesa af pappír en af skjá en  einnig  hugsanlega þeim sem finnst betra að lesa efni af skjá skipulega uppsett í …