Sumarhátíð í leikskólanum

admin

Miðvikudaginn 13. júní var sumarhátíð leiskólans. Dagurinn hófst með  vorferð barna, foreldra og starfsmanna  á geitabúið Háafell í Hvítársíðu. Þar var yndislegt veður og skoðuðu börnin geitur af öllum stærðum og gerðum, léku sér  og borðu nesti. Geiturnar voru mjög gæfar og sýndi geithafurinn Prins gestum mikinn áhuga og þá sérstaklega nestinu þeirra.  Þegar heim var komið biðu okkar margir …

Heimsókn í hesthúsin

admin

Í lok maí bauð hestamannafélagið Glaður elstu börnunum í leikskólanum á hestbak.   Farið var upp í hesthúsahverfið í Búðardal.   Þetta var virkilega skemmtileg ferð þar sem allir skemmtu sér konunglega. Leikskólinn þakkar kærlega fyrir sig.

Skóladagatöl 2012-2013

admin

Skóladagatöl  grunnskóla og leikskóla fyrir næsta skólaár eru nú komin á vefsvæði skólans. Sjá hér.

Útskrift úr leikskólanum

admin

Elsti árgangur leikskólans við útskriftina Á þeim ágæta góðviðrisdegi; miðvikudaginn 30. maí, útskrifuðust níu  börn úr Leikskóla Auðarskóla.  Mömmur og pabbar, afar og ömmur komu í heimsókn og voru með börnunum á þessari stóru stund. Útskriftin fór að þessu sinni fram utandyra.  Börnin sungu fyrir gesti og fengu góða gjafir frá leikskólanum. Svo var boðið upp á kaffi og með …

Útikennsla í maí

admin

Í maí eyddu nemendur 3. bekkjar fimm dögum í útikennslu (hluti af einum var þó vettvangsferð á KM) sem voru að mestu í tengslum við námsefnið “ Komdu og skoðaðu bílinn“. Nemendur undirbjuggu sig fyrir vettvangsheimsókn á KM (bílaverkstæði) með spurningum. Vel var tekið á móti okkur af einum eiganda KM, honum Kalla. Farið var yfir það sem er m.a. …

Skólaslit

admin

Skólaslit grunnskóladeildar Auðarskóla verða í Dalabúð kl. 17.00 í dag.  Öllum nemendum skólans er afhentur vitnisburður, veittar viðurkenningar og stutt ávörp flutt.   Athöfnin tekur um klukkustund og allir hjartanlega velkomnir.