Uppfærð öryggisáætlun

admin Fréttir

Öryggisáætlun vegna ófærðar eða óveðurs hefur nú verið uppfærð.  Bætt hefur verið inn  áætlun ef veður versnar mikið á skólatíma og skólaakstur teppist.  Einnig hefur verið aukið við önnur efnisatriði og þau gerð skýrari.       Sjá hér.

Enginn skólaakstur í dag

admin Fréttir

Vegna veðurs er ekki skólaakstur í Auðarskóla í dag.  Leik-, og grunnskóli eru opnir og munu halda uppi þjónustu eins og kostur er.

Fjöruferð 7. bekkjar

admin Fréttir

Síðast liðinn mánudag fóru nemendur 7. bekkjar í fjöruferð. Nemendur þurftu að undirbúa sig fyrir ferðina og var einn tíminn í upplýsingamennt notaður til þess. Nemendur reiknuðu sjálfir út klukkan hvað og hvaða dag mesta fjaran væri og var svo ákveðið í sameiningu að mánudagurinn 12. september eftir hádegi væri bestur til ferðarinnar. Nemendur áttu að koma klæddir samkvæmt veðri …

Myndir frá skólaferðalagi eldri nemenda

admin Fréttir

Dagana 24. – 25. maí foru nemendur í 8. – 10. bekk í skólaferðalag í Skagafjörðinn. Þar m.a.var farið í heimsókn á Hóla, Vesturfarasafnið, í flúðasiglingu og klettaklifur. Umsjónarkennaranir Jónína Magrét og Kristján Meldal fylgdu nemendum. Sveinn sá að vanda um aksturinn.Ekki eru allar myndir komnar í hús af ferðinni, t.d. vantar enn myndir af flúðasiglingunni. Hægt er að nálgast …

Úttekt á matseðlum í Auðarskóla

admin Fréttir

Eins og undanfarin tvö ár hefur Næringarsetrið, að beiðni skólastjóra,  gert úttekt á matseðlum í mötuneyti Auðarskóla.  Skýrsla um þessa úttekt liggur nú fyrir og má nálgast hér. Eins og áður er niðurstaðan góð.   Boðið er upp á fjölbreyttan mat í Auðarskóla  og vel hugað að gerð hans, eldun  og samsetningu.  Matseðlar uppfylla öll helstu markmið mötuneytisins og Lýðheilsustöðvar.

Nótan – uppskeruhátíð

admin Fréttir

Nótan, uppskeruhátíð tónlistarskóla á Vesturlandi og Vestfjörðum var haldinn í Stykkishólmi nú síðastliðinn laugardag.   Átta tónlistarskólar tóku þátt að þessu sinni og þar á meðal var Auðarskóli með tvö atriði.  Söngsveit Auðarskóla söng tvö lög og Steinþór Logi Arnarsson lék frumsamið lag á harmoniku.   Þrátt fyrir nokkur forföll í söngsveitinni gengu atriði skólans vel.  Í lokaathöfn hátíðarinnar var …

Heimarnir rísa

admin Fréttir

Þemadagar í grunnskólanum eru nú á fullu.    Þemað er “ Óraunverulegir heimar“.  Sex aldursblandaðir hópar eru nú í óðaönn að reisa sex  heima, þar sem allt er dullarfullt og óraunverulegt. Áhugi og sköpunargleði nemenda er búin að vera mjög mikil og ljóst að það stefnir í afar skemmtilegan og frjóan afrakstur.   Því viljum við gjarnan bjóða foreldrum í …