Tónlist á Silfurtúni

admin

Fimmtudaginn 13. desember heimsóttu nemendur tónlistardeildarinnar  íbúa Silfurtúns og spiluðu þar og sungu undir stjórn Ólafs tónlistarkennara. Sigrún Ósk söng lagið hennar Írisar „Jól í Búðardal“ í bakröddum voru stöllurnar Erna, Marta og Birta, Þau Hafdís, Margrét og Bjartur léku lagið „Lofsyngið drottinn“ og síðast en ekki síst spilaði Kristófer Daði lagið „Við kveikjum einu kerti á“

Jólaföndur

admin

Jólaföndursdagurinn var í grunnskóldeild Auðarskóla þann 10. desember.  Nemendur unnu þá í jólastemmingu að því að útbúa fallega muni til jólahalds. Myndir frá deginum eru nú komnar inn á myndasvæði skólans. Slóð á myndasýningu hér.

Stækkun leikskólans

admin

Nú á allra næstu dögum hefjast framkvæmdir við stækkun leikskólans.  Á meðan á framkvæmdum stendur breytist aðgengi að leikskólanum.  Verktaki mun girða byggingarsvæði  alveg af og við það lokast sú leið sem börnin hafa farið á leiksvæði sitt utandyra.   Eftir að framkvæmdir hefjast  munu börnin ganga um sama andyri og áður en  er ætlað  að fara norður fyrir húsið  en …

Brúðuleikhús

admin

Þriðjudaginn 4. desember verða Brúðuheimar með sýninguna „Pönnukakan hennar Grýlu“ sem áður hafði verið frestað vegna veðurs.  Sýningin, sem ætluð er 1. – 4. bekk og elstu börnum  á leikskóla, er í Dalabúð og hefst kl. 14.00. Sýningunni lýkur fyrir heimakstur nemenda. Foreldrar eru velkomnir á sýninguna.

Heimsókn í Vegagerð og dansinn

admin

Í gær, mánudaginn 3.des, fór yngri hópur Álfadeildar í göngutúr í stað formlegrar hreyfistundar. Jólaljósin voru skoðuð, sumsstaðar talin, farið yfir umferðarreglur og síðan var rölt út í Vegagerð. Starfsmennirnir þar voru svo almennilegir að leyfa okkur að kíkja innfyrir og meira að segja fengu allir að prófa að fara upp í veghefilinn. Ótrúlega spennandi! Af danstímum er allt gott …

Frestun !

admin

Vegna veðurs er frestað sýningu brúðuleikhúsins, sem vera átti í dag.

Dagskrá á vegum foreldrafélagsins

admin

Nú í vikunni stendur Foreldrafélag Auðarskóla  fyrir tveimur viðburðum fyrir nemendur skólans. Miðvikudaginn 21. nóvember verða Brúðuheimar með sýninguna „Pönnukakan hennar Grýlu“.  Sýningin, sem ætluð er 1. – 4. bekk og elstu börnum á leikskóla, er í Dalabúð og hefst kl. 14.00. Sýningunni lýkur fyrir heimakstur nemenda. Foreldrar eru velkomnir á sýninguna. Fimmtudaginn 22. nóvember stendur foreldrafélagið fyrir rútuferð í …

Dagur íslenskrar tungu í Auðarskóla

admin

Á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, hefur skapast sú hefð að nemendur 7.bekkjar grunnskóladeildar koma í heimsókn í leikskólann og lesa fyrir börnin. Í þetta sinn var 7.bekkingum skipt upp og tóku þeir að sér að lesa upp úr velvöldum sögum fyrir hvern aldurshóp, einn til tveir f. hvern hóp, alls 6 hópar. Nemendur komu vel æfðir til leiks og …

Krabba-heimsókn í leikskólann

admin

Sjómaður einn kom færandi hendi til okkar í leikskólann í morgun með krabba tvo. Vöktu þeir mikinn fögnuð, sérstaklega meðan krabbarnir dönsuðu tangó á stéttinni. Það tók suma lengri tíma en aðra að þora að kíkja á þá á stuttu færi en hafðist þó. Takk fyrir skemmtilega sendingu!