Jólaföndur

admin Fréttir

Jólaföndursdagurinn var í grunnskóldeild Auðarskóla þann 10. desember.  Nemendur unnu þá í jólastemmingu að því að útbúa fallega muni til jólahalds.Myndir frá deginum eru nú komnar inn á myndasvæði skólans.       Slóð á myndasýningu hér. 

Skóladagatöl 2012-2013

admin Fréttir

Skóladagatöl  grunnskóla og leikskóla fyrir næsta skólaár eru nú komin á vefsvæði skólans.  Sjá hér.

Gleðilegt sumararfrí

admin Fréttir

Í dag var síðasti dagurinn í leikskóla Auðarskóla á þessu skólaári.  Framundan er sumarfrí til 2. ágúst næstkomandi.  Við kveðjum því í bili með myndasyrpu frá vordögum leikskólans.  Slóðin er hér. Gleðilegt sumarfrí Starfsfólk leikskólans

Gjafir handa leikskólanum

admin Fréttir

Nú á dögunum birtustu fulltrúar frá kvenfélaginu Þorgerði með gjafir handa leikskólanum.  Félagið gaf tvær brauðristar, eina á hvora deild.   Leikskólinn þakkar kvenfélaginu fyrir gjafirnar og sýndan hlýhug í garð starfsins. Á myndinni eru þær Jóhanna Jóhannsdóttir, Fríða Mjöll Finnsdóttir og Ingibjörg Eyþórsdóttir kvenfélagskonur með gjafirnar góðu

Stækkun leikskólans

admin Fréttir

Nú á allra næstu dögum hefjast framkvæmdir við stækkun leikskólans.  Á meðan á framkvæmdum stendur breytist aðgengi að leikskólanum.  Verktaki mun girða byggingarsvæði  alveg af og við það lokast sú leið sem börnin hafa farið á leiksvæði sitt utandyra.   Eftir að framkvæmdir hefjast  munu börnin ganga um sama andyri og áður en  er ætlað  að fara norður fyrir húsið  en …

Gleðileg jól

admin Fréttir

„Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð,  sem veitast mun öllum lýðnum:  Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn.“ Fyrir hönd Auðarskóla óska ég nemendum, aðstandendum og öðrum velunnurum skólans gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með þökkum fyrir mikinn hlýhug og farsæla samvinnu á árinu sem er að líða. Eyjólfur Sturlaugsson

Barnakórinn

admin Fréttir

Eins og undanfarin ár hefur kórinn verið að æfa í vetur. Nú er komið að fyrstu tónleikunum. Þeir verða á aðventuskemmtun á Fellsenda þann 27. nóv n.k. Skemmtunin hefst klukkan 14:00. Vona ég að sem flestir sjái sér fært að koma. Lögin sem við erum að æfa eru: Jólasveinar einn og áttaJólasveinar ganga um gólfAdam átti syni sjöÍ skóginum stóð …

Heimasíðan komin í lag

admin Fréttir

Nú í nótt komst heimasíðan aftur í loftið.  Tilkynningar og fréttir fara að birtast á síðunni á nýjan leik.

Útskrift úr leikskólanum

admin Fréttir

Elsti árgangur leikskólans við útskriftina Á þeim ágæta góðviðrisdegi; miðvikudaginn 30. maí, útskrifuðust níu  börn úr Leikskóla Auðarskóla.  Mömmur og pabbar, afar og ömmur komu í heimsókn og voru með börnunum á þessari stóru stund.   Útskriftin fór að þessu sinni fram utandyra.  Börnin sungu fyrir gesti og fengu góða gjafir frá leikskólanum. Svo var boðið upp á kaffi og …

Skóladagatöl fyrir skólaárið 2011 – 2012

admin Fréttir

Nú eru skóladagatölin fyrir næsta skólaár komin á heimasíðu skólans.  Um er að ræða sameiginlegt dagatal fyrir tónlistar- og grunnskóladeild og svo dagatal fyrir leikskóladeild.   Þið finnið dagatölin undir AUÐARSKÓLI > Um skólann.  Einnig hér. Það er um að gera að prenta dagatölin út og hengja á ísskápinn í eldhúsinu.