Mánudaginn 14. nóvember er starfsdagur og þann 15. nóvember eru foreldraviðtöl í grunnskóladeild skólans. Þessa tvo daga er ekki kennsla og ekki skólaakstur. Ekki er heldur kennsla í tónlistardeild skólans en leikskólinn er opinn eins og venjulega. Foreldrar mæta til viðtals hjá umsjónarkennurum með börnum sínum en aðrir kennarar og skólastjórnendur verða einnig til viðtals. Tónlistarkennarar vilja einnig gjarnan …
Út og inn um gluggann
Ákveðið var að steypa 1.-5. bekk saman í síðustu kennslustund föstudaginn7. október. Hópurinn sameinaðist m.a. í því að rifja upp þann gamla leik “ Inn og út um gluggann“.
Kvenfélagið Fjólan kemur færandi hendi
Tvær konur, þær Díana Ósk Heiðarsdóttir og Ragnheiður Jónsdóttur, úr Kvenfélaginu Fjólan komu færandi hendi hingað í skólann fimmtudaginn 7. apríl síðastliðinn. Þær færðu tónlistardeild Auðarskóla peningagjöf sem á að nýta á þann hátt sem stjórnendum finnst best henta í tónlistardeildinni. Starfsfólk Auðarskóla þakkar Kvenfélaginu Fjólan fyrir rausnarlega gjöf sem kemur sér vel. Á myndinni hér til hliðar má sjá Ólaf Einar Rúnarsson …