Myndir af tónfundum

admin

Nú eru myndir frá tónfundunum á þriðjudag og miðvikudag komnar inn á myndasvæði skólans.   Einnig er þar nú að finna myndbandsupptöku af seinni fundinum, sem haldinn var inni í skólanum. Tónfundirnir heppnuðust vel og komu allmargir foreldrar í heimsókn þessa daga.

Opið hús í leikskólanum

admin

Föstudaginn 28. okt. ætlum við að hafa opið hús hér í leikskólanum, milli kl. 9 og 11, og aftur kl.13 og 15. Það eru allir velkomnir til okkar hvort sem þeir hafa tengsl við barn í leikskólanum eða ekki.  Hér er líf og fjör, og okkur finnst alltaf gaman að fá góða gesti. Kveðja Börn og starfsfólk

Með þakklæti fyrir gjafirnar

admin

Við í leikskólanum erum svo heppin að okkur hafa áskotnast góðar gjafir að undanförnu. Í haust var okkur gefið fullt af Barbídóti og fleiru sem kemur sér vel hjá okkur. Í október kom Haukur Atli með fullan poka af grímubúningum með sér og gaf leikskólanum. Dagný Sara kom einnig með gjöf til okkar, hún kom með fullt af garni og …

Tónfundir í tónlistardeild

admin

Framundan eru fyrstu tónfundir tónlistardeildarinnar þetta starfsárið.  Þann 25. október næstkomandi  verður tónfundur út í tónlistardeild fyrir yngri nemendur í tónlistarnámi.  Daginn eftir verður tónfundur í efra rýminu í grunnskólanum og þar koma fram eldri nemendur í námi  og hljómsveitir. Tónfundirnir  hefjast báðir kl. 11.40.  Foreldrar sem aðrir aðstandendur  eru velkomnir á fundina.

Ungmennabúðirnar á Laugum

admin

Vikuna 17.-21. október munu nemendur 9. bekkjar Auðarskóla dvelja á Laugum, Sælingsdal ásamt umsjónarkennara. Samstarfsskólanir á Vesturlandi eru á sama tíma.  Upplýsingar frá skólabúðunum hafa verið sendar heim. Auðarskóli greiðir allan kostnað við ferðina en foreldrar greiða þó fæðiskostnað eins og nemandi væri í Auðarskóla þessa daga. Nemendur mæta í skólann samkvæmt stundaskrá mánudaginn 17. október.  Brottför verður 11:50 á mánudag og heimkoma í Búðardal …

Út og inn um gluggann

admin

Ákveðið var að steypa 1.-5. bekk saman í síðustu kennslustund föstudaginn 7. október.  Hópurinn  sameinaðist m.a.  í því að rifja upp þann  gamla leik “ Inn og út um gluggann“.