Í þessari fyrstu áfangaskýrslu Auðarskóla um sjálfsmat í skólanum er greint frá framkvæmd og niðurstöðum á tveimur þáttum, sem metnir voru skólárið 2010 – 2011. Skýrsla þessi er nokkuð seinna á ferðinni en til stóð samkvæmt áætlun vegna starfsmannaferðar sem farin var í Auðarskóla á starfsdögum í júní 2011. Við það seinkaði úrvinnslu úr gögnum vetrarins. Í skýrslunni er gert …
Nýjar starfsreglur og endurskoðað ástundunarkerfi
Nú í upphafi skólaársins taka gildi nýjar starfsreglur um meðferð agabrota. Reglurnar eru smíðaðar í kjölfar nýrra skólareglna. Þá hefur ástundunarkerfi skólans einnig verið endurskoðað. Allir nemendur í 6. – 10. bekk fá nú ástundunareinkunn. Allar breytingar á ástundun svo og öll agabrot eru nú send í tölvupósti heim til foreldra á hálfsmánaðar fresti.Búið er að kynna nemendum breytingarnar …
Skemmtilegri árshátíð Auðarskóla í Búðardal lokið
Í gærkveldi fór fram árshátíð Auðarskóla í Búðardal. Árshátíðin gekk ágætlega fyrir sig. Allir nemendur grunnskóladeildarinnar í Búðardal komu fram í atriðum og stóðu sig með mikilli prýði. Að þessu sinni voru óvenjulega mörg atriði frumsamin af nemendum, sem er skemmtileg viðbót í undirbúningsferlinu.Foreldar og vandamenn létu sig ekki vanta og fjölmenntu og voru gestir á öllum aldri. Alls …
Ný heimasíða
Nú loksins lítur dagsins ljós ný heimasíða fyrir Auðarskóla. Nýja síðan er nokkuð öðruvísi uppbyggð en sú gamla og er mun efnismeiri. Allt aðgengi að efni á vefnum fer í gegnum fjögur svæði; Auðarskóli, grunnskóli, leikskóli og tónlistarskóli. Fréttasíða er sameiginleg fyrir allar deildir skólans. Ljósmyndir eru nú geymdar á ljósmyndavefnum www.flickr.com. Þar mun saga Auðarskóla í myndmáli safnast saman …